logo-for-printing

Greiðslumiðlun

16. febrúar

Janúar 2021

Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 72,7 ma.kr. í janúar 2021 og skiptist þannig að velta debetkorta nam 34,2 b.kr og velta kreditkorta nam 38,5 ma.kr.

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands nam 62,9 ma.kr. sem er 4,3 ma. kr. hækkun milli ára. Skiptist veltan þannig að velta debetkorta nam 30,6 b.kr og velta kreditkorta nam 32,3 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 8,1 ma. kr. sem er lækkun um 4,8 ma.kr frá fyrra ári.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í janúar 2021 nam 1,4 ma.kr. sem jafngildir 12,5 ma.kr. lægri veltu miðað við fyrra ár.

Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.
Vinsamlegast athugið að frá og með septembermánuði ársins 2020 er innlend debetvelta í bönkum og hraðbönkum undanskilin í veltutölum. Sama gildir um greiðslur kreditkorta m.v. innheimtutímabil.


Næsta birting: 16. mars 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og Gagnasöfnun | fjarmalamarkadir@sedlabanki.is