logo-for-printing

Lífeyrissjóðir

04. febrúar

Desember 2020

Eignir lífeyrissjóða námu 5.712,9 ma.kr. í lok desember og hækkuðu um 75,9 ma.kr. frá fyrra mánuði. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 5.119 ma.kr. og séreignadeilda 593,9 ma.kr.
Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 3.787,5 ma.kr. Þar af voru innlán í innlendum innlánsstofnunum 164,8 ma.kr. og innlend útlán 515,6 ma.kr. Eign lífeyrissjóða á innlendum markaðsskuldabréfum nam 2.102,9 ma.kr. og hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 868,6 ma.kr.
Erlendar eignir lífeyrissjóða námu 1.925,4 ma.kr. í lok desember. Þar af voru 1.865 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum, 34,2 ma.kr. í innlánum í erlendum innlánsstofnunum og 8,5 ma.kr. í erlendum markaðsskuldabréfum. Hrein eign lífeyrissjóða nam 5.706,6 ma.kr. en aðrar skuldir námu 6,3 ma.kr.


Næsta birting: 09. mars 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is