logo-for-printing

Lífeyrissjóðir

11. janúar

Nóvember 2020

Eignir lífeyrissjóða námu 5.634 ma.kr. í lok nóvember og hækkuðu um 121,9 ma.kr. frá fyrra mánuði. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 5.046 ma.kr. og séreignadeilda 588 ma.kr.
Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 3.731,3 ma.kr. Þar af voru innlán í innlendum innlánsstofnunum 175,2 ma.kr. og innlend útlán 523,2 ma.kr. Eign lífeyrissjóða á innlendum markaðsskuldabréfum nam 2.100,2 ma.kr. og hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 906,7 ma.kr.
Erlendar eignir lífeyrissjóða námu 1.902,5 ma.kr. í lok nóvember. Þar af voru 1.847 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum, 38,8 ma.kr. í innlánum í erlendum innlánsstofnunum og 8,8 ma.kr. í erlendum markaðsskuldabréfum. Hrein eign lífeyrissjóða nam 5.623 ma.kr. en aðrar skuldir námu 10,4 ma.kr.


Næsta birting: 04. febrúar 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is