logo-for-printing

Efnahagur Seðlabanka Íslands

11. janúar

Desember 2020

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 843,2 ma.kr. í lok desember og lækkuðu um 43,4 ma.kr. milli mánaða. Af heildareignum námu innlendar eignir 26,2 ma.kr. og hækkuðu um 3,5 ma.kr. í desember en erlendar eignir námu 817 ma.kr. og lækkuðu um 46,9 ma.kr.
Skuldir Seðlabanka Íslands námu 692,3 ma.kr. í lok desember og lækkuðu um 24,5 ma.kr. milli mánaða. Innlendar skuldir námu 652,4 ma.kr. og lækkuðu um 23,6 ma.kr. í desember en erlendar skuldir námu 39,8 ma.kr. og lækkuðu um 0,9 ma.kr.

Í lok desember nam gjaldeyrisforðinn 816,7 ma.kr. og lækkaði um 46,9 ma.kr. í mánuðinum. Staða gjaldeyrisforðans í ársbyrjun var 821,9 ma.kr. og lækkaði gjaldeyrisforðinn því um 5,2 ma.kr. á árinu.Næsta birting: 05. febrúar 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is