
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir
https://sedlabanki.is/?pageid=3ac92fba-fd5d-11e4-93fd-005056bc2afe&newsid=4f6e0c07-4447-11eb-9b90-005056bccf91
30. desember
Nóvember 2020
Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 989,4 ma.kr. í lok nóvember og hækkuðu um 8,8 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 174,5 ma.kr. og lækkuðu um 420 m.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 413,7 ma.kr. og hækkuðu um 13,3 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 401,2 ma.kr. og lækkuðu um 4,1 ma.kr. Mest var breytingin í hlutabréfasjóðum, sem hækkuðu um 9,5 ma.kr. milli mánaða, og sérhæfðum fjárfestingum sem lækkuðu um 8,1 ma.kr.
Einn sjóður bættist við í mánuðinum og þrír hættu starfsemi. Fjöldi sjóða í lok nóvember var 210, þ.e. 37 verðbréfasjóðir, 60 fjárfestingarsjóðir og 113 fagfjárfestasjóðir.
Einn sjóður bættist við í mánuðinum og þrír hættu starfsemi. Fjöldi sjóða í lok nóvember var 210, þ.e. 37 verðbréfasjóðir, 60 fjárfestingarsjóðir og 113 fagfjárfestasjóðir.
Næsta birting:
27.
janúar 2021
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni