
Erlend staða þjóðarbúsins
https://sedlabanki.is/?pageid=3ac92fba-fd5d-11e4-93fd-005056bc2afe&newsid=f54392ab-30ba-11eb-9b8f-005056bccf91
30. nóvember
3. ársfjórðungur 2020
Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 969 ma.kr. eða 33,5% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 142 ma.kr. eða 5% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.522 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.552 ma.kr. Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 39 ma.kr. á fjórðungnum en erlendar eignir minnkuðu um 132 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta og skuldir um 169 ma.kr. Virði eigna jókst nokkuð vegna gengis- og verðbreytinga á ársfjórðungnum eða um 188 ma.kr. en skuldir jukust heldur minna eða um 51 ma.kr. Í heildina leiddu gengis- og verðbreytingar til 137 ma.kr. hækkunar á hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um rúm 7% en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkaði um 2,4%. Gengi krónunnar lækkaði um 3,1% miðað við gengisskráningarvog.
Næsta birting:
02.
mars 2021
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni