logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

28. september

Ágúst 2020

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 958,8 ma.kr. í lok ágúst og hækkuðu um 6,5 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 175,9 ma.kr. og hækkuðu um 3,2 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 385,2 ma.kr. og hækkuðu um 9,9 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 397,7 ma.kr. og lækkuðu um 6,6 ma.kr. Mest var breytingin í peningamarkaðssjóðum, sem hækkuðu um 4,2 ma.kr. milli mánaða og skuldabréfasjóðum, sem lækkuðu um 3,5 ma.kr.

Fjöldi sjóða í lok ágúst var óbreyttur frá fyrra mánuði eða 37 verðbréfasjóðir, 58 fjárfestingarsjóðir og 119 fagfjárfestasjóðir, alls 214 sjóðir.


Næsta birting: 27. október 2020


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is