logo-for-printing

Tryggingafélög

16. september

Júlí 2020

Heildareignir vátryggingafélaga í lok júlí námu 282,5 ma.kr. og hækkuðu um 661 m.kr. á milli mánaða. Af heildareignum námu eignir skaðatryggingafélaga 262,6 ma.kr. og eignir líftryggingafélaga 19,9 ma.kr.
Innlendar eignir vátryggingafélaga námu 240,8 ma.kr. og hækkuðu um 488 m.kr. Erlendar eignir námu 41,7 ma.kr. og hækkuðu um 174 m.kr. Innlendar skuldir félaganna voru 127,8 ma.kr., þar af námu vátrygginga- og lífeyrisskuldir 111,9 ma.kr. eða 88%. Í lok júlí nam eigið fé tryggingafélaganna 154,4 ma.kr.


Næsta birting: 16. október 2020


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is