logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

01. september

2. ársfjórðungur 2020

Á öðrum ársfjórðungi 2020 var 7 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 16,7 ma.kr. afgang ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 9,2 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 3,7 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 19,2 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 6,8 ma.kr. halla.

Viðskiptaafgangurinn var 9,2 ma.kr. minni en á sama ársfjórðungi árið áður. Það skýrist aðallega af óhagstæðari þjónustuviðskiptum um sem nemur 48,4 ma.kr. Munar þar mest um umtalsvert lægra verðmæti útfluttrar þjónustu eða sem nemur 99 ma.kr. Á móti vegur að innflutt þjónusta minnkaði um 50,6 ma.kr. Vöruviðskipti voru hagstæðari sem nemur 34,3 ma.kr. Það skýrist að mestu af 47,9 ma.kr. minni innflutningi miðað við árið á undan en útflutningur var 13,6 ma.kr. minni. Frumþáttatekjur voru 4,7 ma.kr. hagstæðari og halli rekstrarframlaga var lítillega minni eða um 0,2 ma.kr.


Næsta birting: 30. nóvember 2020


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is