logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

27. ágúst

Júlí 2020

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 952,3 ma.kr. í lok júlí og hækkuðu um 10,8 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 172,7 ma.kr. og hækkuðu um 815 m.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 375,3 ma.kr. og hækkuðu um 4,9 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 404,3 ma.kr. og hækkuðu um 5,1 ma.kr. Mesta breytingin var á skuldabréfasjóðum sem hækkuðu um 5,9 ma.kr. milli mánaða.

Tveir sjóðir bættust við í júlí en fjöldi sjóða í lok mánaðarins var 214, þ.e. 37 verðbréfasjóðir, 58 fjárfestingarsjóðir og 119 fagfjárfestasjóðir.


Næsta birting: 28. september 2020


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is