logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

29. maí

1. ársfjórðungur 2020

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 var 11,4 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 50,9 ma.kr. afgang ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 18,6 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 24 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 14,2 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 8,3 ma.kr. halla. Viðskiptaafgangurinn var 32,6 ma.kr. lægri en á sama ársfjórðungi árið áður. Það skýrist aðallega af umtalsvert óhagstæðari vöruviðskiptum sem nemur 21,3 ma.kr. Munar þar mest um 26,4 ma.kr. minni útflutningstekjur, en einnig var verðmæti innfluttra vara lægra um sem nemur 5,1 ma.kr. Þjónustuviðskipti voru óhagstæðari um 5,5 ma.kr. og frumþáttatekjur um 5,3 ma.kr. Halli rekstrarframlaga var lítillega meiri eða um 0,5 ma.kr.


Næsta birting: 01. september 2020


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is