logo-for-printing

Erlend staða þjóðarbúsins

29. maí

1. ársfjórðungur 2020

Hrein staða við útlönd var jákvæð um 692 ma.kr. eða 23,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 64 ma.kr. eða 2,2% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.210 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.518 ma.kr. Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 56 ma.kr. á fjórðungnum en erlendar eignir jukust um 78 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta og skuldir hækkuðu um 22 ma.kr. Virði eigna og skulda jókst mikið vegna gengis- og verðbreytinga á ársfjórðungnum, en í heildina leiddu þær til 22 ma.kr. hækkunar á hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum lækkaði um 22,5% og á innlendum hlutabréfamarkaði um tæp 18%. Einnig lækkaði gengi krónunnar um 12,4% gagnvart helstu gjaldmiðlum miðað við gengisskráningarvog. 

 


Næsta birting: 01. september 2020


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is