logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

Mars 2020

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 924,3 ma.kr. í lok mars og lækkuðu um 19,6 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 161,6 ma.kr. og hækkuðu um 589 m.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 360 ma.kr. og lækkuðu um 15,8 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 402,6 ma.kr. og lækkuðu um 4,4 ma.kr. Mesta breytingin var á hlutabréfasjóðum sem lækkuðu um 8,7 ma.kr. og peningamarkaðssjóðum sem lækkuðu um 10,3 ma.kr. Frá janúar á þessu ári hafa hlutabréfasjóðir lækkað um 21%, farið úr 75,7 ma.kr. í 59,7 ma.kr.

Í lok mars var fjöldi sjóða 213, þ.e. 37 verðbréfasjóðir, 57 fjárfestingarsjóðir og 119 fagfjárfestasjóðir.


Næsta birting:


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is