logo-for-printing

Bein fjárfesting

16. mars

2018 uppfærsla

Bein fjárfesting erlendra aðila innanlands

Í árslok 2018 var bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi 1.034 ma.kr. Beint fjárfestingarflæði erlendra aðila á Íslandi var neikvætt um 42,7 ma.kr. á árinu.

Hlutfall eiginfjáreignar erlendra aðila í innlendum félögum hefur aukist undanfarin ár á kostnað lánsfjármögnunar frá eignatengdum aðilum. Hlutfall eiginfjáreignar af heildar beinni fjármunaeign í lok ársins 2018 var 56%.

Stærstu beinu fjárfestingarlöndin í árslok 2018 voru Lúxemborg, Holland og Sviss.

Bein fjárfesting erlendra aðila innanlands er að stærstum hluta í félögum tengdum álframleiðslu og lyfjaiðnaði. Rétt tæplega helmingur af beinni fjármunaeign í árslok 2018 er í eignarhaldsfélögum en stór hluti þeirra félaga tengjast áðurnefndum atvinnugreinum.

Bein fjárfesting innlendra aðila erlendis

Í árslok 2018 var bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis 610 ma.kr. en beint fjárfestingarflæði innlendra aðila erlendis nam 8,5 ma.kr. á árinu.

Af heildar beinni fjármunaeign innlendra aðila erlendis var 74% í formi eiginfjár en restin í formi lánsfjármagns milli eignatengdra aðila.

Rúmur helmingur beinnar fjármunaeignar er skráð í Hollandi en megnið af því fjármagni er í eignarhaldsfélögum.

Stærstu innlendu beinu fjárfestarnir eru félög sem tengjast lyfjaiðnaði, tækja- og vélaframleiðslu sem og sjávarútvegi. Af fjárfestingu innlendra aðila erlendis er rúmlega helmingur í eignarhaldsfélögum sem að stærstum hluta tengjast áðurnefndum atvinnugreinum.

Annað

Talnaefni í töflu hagtalna tilgreinir samtölur samandregnar atvinnugreinaskiptingar sem og flokkun á stærstu viðskiptalöndum án sértækra félaga.

Til viðbótar við uppfærðar tölur fyrir landa- og atvinnugreinaskiptingu ársins 2018 eru birtar ársfjórðungslegar samtölur eftir eðli viðskipta frá árinu 2013 til ársloka 2019. Seinasta árið í þeirri tímaröð eru bráðabirgðatölur sem geta enn tekið nokkrum breytingum.

Sértæk félög í erlendri eigu áttu 44,5 ma.kr. í beinni fjármunaeign skráðri innanlands í árslok 2018. Þeir fjármunir eru svo aftur eignir í erlendum félögum.

Nánari sundurliðun með og án sértækra félaga er að finna á vef OECD. Hlekkur á vefinn er að finna undir liðnum annað tengt efni hér á síðunni.Næsta birting: 21. september 2020


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is