logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

4. ársfjórðungur 2019

Á fjórða ársfjórðungi 2019 var 51 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 62,9 ma.kr. afgang ársfjórðunginn á undan.

Halli á vöruskiptajöfnuði var 11,8 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 55,7 ma.kr.

Frumþáttatekjur skiluðu 9,8 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 2,6 ma.kr. halla.

Viðskiptaafgangurinn er 46,1 ma.kr. hærri en á sama ársfjórðungi árið áður. Það skýrist af umtalsvert hagstæðari vöruviðskiptum eða sem nemur 25,8 ma.kr. Að sama skapi voru þjónustuviðskipti hagstæðari sem nemur 19,4 ma.kr. Þar af voru 10 ma.kr. vegna hærri þjónustutekna og 9,4 ma.kr. vegna lægri þjónustugjalda.[1] Frumþáttatekjur voru hinsvegar óhagstæðari um 3,5 ma.kr. en rekstrarframlög hagstæðari um 4,4 ma.kr.

Viðskiptaafgangur fyrir árið 2019 í heild nam 172,5 ma.kr. samanborið við 85,6 ma.kr. fyrir árið á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 99 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 239 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 54,7 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 22,3 ma.kr. halla.


Næsta birting:


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is