logo-for-printing

Erlend staða þjóðarbúsins

4. ársfjórðungur 2019

Hrein staða við útlönd var jákvæð um 667 ma.kr. eða 22,5% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 84 ma.kr. eða 2,8% af VLF á fjórðungnum.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 3.900 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.233 ma.kr.

Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 52 ma.kr. á fjórðungnum og munar þar mest um niðurgreiðslur skuldabréfa innlánsstofnana sem nema tæpum 63 ma.kr. Erlendar eignir lækkuðu í heildina um 25 ma.kr. vegna fjár­magnsviðskipta en skuldir lækkuðu um 77 ma.kr.

Gengis- og verðbreytingar höfðu jákvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins um 43 ma.kr., einkum vegna mikilla verðhækkana á erlendum verðbréfamörkuðum, sem voru 8,3% á ársfjórðungnum. Gengi krón­unnar lækkaði um 0,6% gagnvart helstu gjaldmiðlum miðað við gengisskráningarvog.

Hagtölurnar hafa verið endurskoðaðar aftur til fyrsta ársfjórðungs ársins 2016. Um reglulega endurskoðun samkvæmt endurskoðunaráætlun er að ræða.[1] Áhrifa endurskoðunarinnar gætir helst í fjármagnsjöfnuði og erlendri stöðu þjóðarbúsins. Mest eru áhrifin á þriðja ársfjórðungi 2019 en hrein staða við útlönd sem nú er birt fyrir ársfjórðunginn er um 130 ma.kr. veikari en við síðustu birtingu í desember sl. Helstu ástæður breytingarinnar eru nýjar upplýsingar um skuldir innlendra fyrirtækja, en áhrifa gætir bæði í hlutabréfum og lánaskuldum.

 [1] Sjá, lýsigögn fyrir greiðslujöfnuð á heimasíðu Seðlabankans, bls 18.


Næsta birting:


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is