logo-for-printing

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2019

Samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.746 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.149 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 597 ma.kr. eða 21% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 270 ma.kr. eða 9,5% af VLF á fjórðungnum.

Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 98 ma.kr. á fjórðungnum. Erlendar eignir jukust um 59 ma.kr. vegna fjár­magnsviðskipta en skuldir lækkuðu um 39 ma.kr.

Gengis- og verðbreytingar höfðu jákvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins um 182 ma.kr. Það skýrist aðallega af tæplega 12% verðhækkunum á erlendum verðbréfamörkuðum á ársfjórðungnum en einnig rúmlega 4,5% lækkun á gengi krón­unnar gagnvart helstu gjaldmiðlum miðað við gengisskráningarvog.

 Næsta birting:


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla | bop@sedlabanki.is