logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

Apríl 2019

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 877,2 ma.kr. í lok apríl og hækkuðu um 25,9 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 153,9 ma.kr. og hækkuðu um 2,7 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 354,8 ma.kr. og hækkuðu um 9,4 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 368,5 ma.kr. og hækkuðu um 13,9 ma.kr. Helstu breytingar í mánuðinum má rekja til félaga um sérhæfðar fjárfestingar en eignir þeirra hækkuðu um 10,6 ma.kr. og eignir skuldabréfasjóða hækkuðu um 6,1 ma.kr.

Í lok apríl var fjöldi sjóða 223, þ.e. 42 verðbréfasjóðir, 59 fjárfestingarsjóðir og 122 fagfjárfestasjóðir.


Næsta birting:


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is