logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

29. júlí

Mars 2019

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 846,1 ma.kr. í lok mars og hækkuðu um 15,9 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 151,2 ma.kr. og hækkuðu um 3,4 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 345,5 ma.kr. og hækkuðu um 3,6 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 349,4 ma.kr. og hækkuðu um 8,9 ma.kr. Mest var breytingin í skuldabréfasjóðum sem hækkuðu um 12,1 ma.kr. í mánuðinum en skuldabréfasjóðir eiga 43% af heildareignum allra sjóða.

Í lok mars var fjöldi sjóða 221, þ.e. 42 verðbréfasjóðir, 59 fjárfestingarsjóðir og 120 fagfjárfestasjóðir.


Næsta birting: 28. ágúst 2019


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is