logo-for-printing

Önnur fjármálafyrirtæki

Mars 2019

Heildareignir annarra fjármálafyrirtækja námu 1.381,8 ma.kr. í lok mars og hækkuðu um 16,7 ma.kr. milli mánaða. Af heildareignum námu innlendar eignir 1.273,7 ma.kr. og hækkuðu um 10,6 ma.kr. Erlendar eignir námu 108,1 ma.kr. og hækkuðu um 6 ma.kr. milli mánaða. Skuldir annarra fjármálafyrirtækja námu 1.176.4 ma.kr. og hækkuðu um 9,3 ma.kr. í mánuðinum. Þar af námu innlendar skuldir 1.155,4 ma.kr. og hækkuðu um 6,1 ma.kr. og erlendar skuldir námu 21 ma.kr. og hækkuðu um 3,3 ma.kr. Eigið fé annarra fjármálafyrirtækja nam 205,3 ma.kr. í lok mars og hækkaði um 7,3 ma.kr. frá fyrri mánuði.

Vakin er athygli á því að fallin fjármálafyrirtæki sem gengið hafa í gegnum nauðasamningaferli teljast til annarra fjármálafyrirtækja frá og með þeim tíma sem nauðasamningar þeirra tóku gildi (október 2010 og desember 2015). Eignasafn Seðlabanka Íslands er einnig flokkað til annarra fjármálafyrirtækja frá stofnun þess í desember 2009 til slita þess í febrúar 2019.


Næsta birting:


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is