logo-for-printing

Lífeyrissjóðir

07. mars

Apríl 2017

Eignir lífeyrissjóða námu 3.661 ma.kr. í lok apríl og höfðu því hækkað um 24 ma.kr. eða 0,7% frá síðasta mánuði. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 3.308 ma.kr. og séreignadeilda 353 ma.kr. Í lok apríl námu innlendar eignir lífeyrissjóða 2.872 ma.kr. Þar af voru innlán í innlendum innlánsstofnunum 132 ma.kr. og innlend útlán og markaðsverðbréf námu 2.599 ma.kr. Erlendar eignir lífeyrissjóða voru 789 ma.kr. í lok apríl en það er 35 ma.kr. lækkun frá mars. Aðrar skuldir lífeyrissjóða námu 5 ma.kr. og var því hrein eign lífeyrissjóða 3.656 ma.kr. í lok apríl.

Vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.


Næsta birting: 04. apríl 2019


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is