logo-for-printing

Bankakerfi

23. júlí

Febrúar 2015

Hagtölur bankakerfis eru nú birtar samkvæmt nýjum stöðlum. Hagtölur um bankakerfið byggja á staðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um hagtölur peninga- og fjármála. Sá staðall sem verið hefur í notkun undanfarin ár, Monetary and Financial Statistics, var upphaflega gefinn út árið 2000 og viðbætur við hann árið 2008. Breytingar í nýjum staðli AGS taka mið af nýjum þjóðhagsreikningastaðli SNA 20081 sem kom út árið 2009. Nýr staðall Alþjóða­gjald­eyris­sjóðsins um hagtölur peninga- og fjármála er að miklu leyti í samræmi við SNA 2008 en áhersla hefur verið lögð á það undanfarin ár að samræma hugtakanotkun og flokkunarkerfi alþjóðlegra staðla til að auka samanburðarhæfni hagtalna.

Helstu breytingar sem verða á hagtölum Seðlabankans um bankakerfið við innleiðingu nýju staðlanna má sjá hér.

Eignir innlánsstofnana námu 3.079 ma.kr. í lok febrúar og hækkuðu um 39,2 ma.kr. frá fyrri mánuði eða um 1,3%. Innlendar eignir innlánsstofnana hækkuðu um 4,8 ma.kr. og námu 2.630 ma.kr. í lok mánaðarins. Erlendar eignir hækkuðu um 34,4 ma.kr.  eða 8,3% og námu 449 ma.kr. í lok mánaðarins. Innlendar skuldir námu 2.315 ma.kr og hækkuðu um 51,1 ma.kr. í mánuðinum. Erlendar skuldir hækkuðu hins vegar um 12,9 ma.kr og námu 151,9 ma.kr. í lok febrúar. Eigið fé innlánsstofnana nam 612 ma.kr. í lok febrúar og hækkaði um 1,1 ma.kr. frá fyrri mánuði.

Ný útlán námu 111,9 ma.kr. í febrúar þar af voru ný verðtryggð lán 17 ma.kr., ný óverðtryggð lán 38,7 ma.kr., ný gengisbundin útlán 53 ma.kr. og nýir eignarleigusamningar 3,1 ma.kr. Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum og umframgreiðslum námu 18,6 ma.kr. í febrúar.


1 System of National Accounts (SNA2008) útgefinn af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, OECD, Alþjóðabankanum, Sameinuðu þjóðunum og framkvæmdastjórn Evrópu­ráðs­ins.


Næsta birting: 22. ágúst 2019


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla, Fjármálafyrirtæki | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is