logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

29. júlí

Desember 2014

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 635,8 ma.kr. í lok desember og hækkuðu um 6,5 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 202,5 ma.kr. og lækkuðu um 8,1 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 165,8 ma.kr. og hækkuðu um 13,6 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 267,5 ma.kr. og hækkuðu um 1 ma.kr. Mestu breytingarnar eru vegna skuldabréfa-, hlutabréfa- og peningamarkaðssjóða. Eignir skuldabréfasjóða lækkuðu um 1,1 ma.kr. milli mánaða, eignir hlutabréfasjóða hækkuðu um 3,2 ma.kr. og eignir peningamarkaðssjóða hækkuðu um 2,7 ma.kr. Frá áramótum 2013 hafa eignir peningamarkaðssjóða hækkað um 24,4 ma.kr. eða um 92%, eignir hlutabréfasjóða hækkað um 13,1 ma.kr. eða 19% en eignir skuldabréfasjóða hafa yfir sama tíma lækkað um 31,9 ma.kr. eða um 7%.

Í lok desember var heildarfjöldi sjóða 157, þ.e. 52 verðbréfasjóðir, 46 fjárfestingarsjóðir og 59 fagfjárfestasjóðir. Opið var fyrir viðskipti í 143 sjóðum og 14 sjóðir voru í slitaferli.


Næsta birting: 28. ágúst 2019


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla, Fjármálafyrirtæki | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is