logo-for-printing

Bankakerfi

22. ágúst

Desember 2014

Heildareignir innlánsstofnana námu 3.018 ma.kr. í lok desember 2014 og lækkuðu um 128,9 ma.kr. í mánuðinum. Af heildareignum námu innlendar eignir 2.625,2 ma.kr. og lækkuðu um 59 ma.kr. í mánuðinum. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 392,9 ma.kr. og lækkuðu um 69,9 ma.kr. í desember.

Skuldir innlánsstofnana námu 2.423,7 ma.kr. í lok desember og lækkuðu um 135,9 ma.kr. í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 2.274,6 ma.kr. og lækkuðu um 129,4 ma.kr. í mánuðinum. Erlendar skuldir innlánsstofnana námu 149,1 ma.kr. og lækkuðu um 6,5 ma.kr. í desember. Eigið fé innlánsstofnana nam 594,4 ma.kr. í lok desember og hækkaði um 7 ma.kr.

Ný útlán námu 272,2 ma.kr. í desember þar af eru verðtryggð lán 44,3 ma.kr., óverðtryggð lán 123,3 ma.kr., gengisbundin lán 101,3 ma.kr. og eignarleigusamningar 3,3 ma.kr. Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum og umframgreiðslum námu 5,4 ma.kr.

Útlán Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. eru í þessum tölum metin á kaupvirði þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af fyrirrennurum sínum. Lánasöfnin eru endurmetin reglulega sem getur leitt til hækkunar eða lækkunar á virði einstakra lána. Breytingar á útlánasafni þessara aðila geta því stafað af endurmati á virði lána eða af raunverulegum lánahreyfingum.


Næsta birting: 24. september 2019


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla, fjármálafyrirtæki | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is