logo-for-printing

Hvað er takmarkað?

Með reglum nr. 200/2017, um gjaldeyrismál, sem tóku gildi 14. mars 2017, voru takmarkanir á fjármagnshreyfingum á milli landa í innlendum og erlendum gjaldeyri og gjaldeyrisviðskiptum að mestu leyti felldar niður. Frá þeim tíma hafa heimili og fyrirtæki því almennt ekki verið bundin af takmörkunum sem lög um gjaldeyrismál kveða á um. Áfram hafa þó verið til staðar takmarkanir á tilteknum viðskiptum er miða að því að draga úr líkum á vaxtamunarviðskiptum sem tengjast fjárfestingum vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Þessi síða hefur að geyma umfjöllun um þær takmarkanir sem eru til staðar.


Sýna allt

  • Fjármagnshreyfingar á milli landa í innlendum gjaldeyri í ákveðnum tilvikum

  • Afleiðuviðskipti í öðrum tilgangi en til áhættuvarna

  • Gjaldeyrisviðskipti án milligöngu fjármálafyrirtækis

  • Lánveitingar og lántökur á milli landa í ákveðnum tilvikum

  • Uppgjör fjármálagerninga í ákveðnum tilvikum