Ráðstöfunar- og úttektarheimildir
Sýna allt
Fjárfestingarlisti
Heimilt er að fjárfesta í innstæðubréfum Seðlabanka Íslands og fjármálagerningum útgefnum í innlendum gjaldeyri sem tilgreindir eru á fjárfestingarlista Seðlabanka Íslands. Innstæðubréf eru útgefin af Seðlabanka Íslands. Þau tilgreina ekki gjalddaga, bera breytilega ársvexti og endurgreiðsla höfuðstóls er einungis heimil samkvæmt ákvörðun útgefanda. Við útgáfu skulu bréfin bera 0,5% ársvexti sem skulu endurskoðaðir af Seðlabanka Íslands á vaxtagjalddaga.
Undanþágulisti 10. gr. laga nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunumMillifærsla á milli reikninga
Heimilt er að millifæra á milli reikninga sem háðir eru sérstökum takmörkunum.
Úttekt á vöxtum, verðbótum vaxta og arði
Heimilt er að taka út áfallnar greiðslur vegna vaxta, verðbóta vaxta, arðs og samningsbundinna afborgana höfuðstóls lánaskuldbindinga, annarra en eingreiðslulánaskuldbindinga, og verðbætur þeirra. Tilkynna skal Seðlabanka Íslands um úttekt skv. 1. málsl. innan fimm virkra daga frá því að hún á sér stað.
Með vöxtum er átt við vexti af innstæðum á reikningum háðum sérstökum takmörkunum, skuldabréfum og víxlum skv. c-, e- og f-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016 og innstæðubréfum Seðlabanka Íslands.
Með arði er átt við arðgreiðslu á grundvelli hagnaðar af reglubundinni starfsemi félags en þó ekki af tekjum sem myndast við sölu eigna umfram söluhagnað, af hagnaði vegna afskrifta skulda, virðismatshækkana eigna, lækkunar hlutafjár eða vegna sambærilegra þátta. Arðgreiðslur skulu fjármagnaðar með handbæru fé frá rekstri í frjálsum sjóðum en ekki með sölu eigna, lántöku, hlutafjáraukningu eða sambærilegum þáttum. Ef ráðstöfun sú sem liggur að baki greiðslu arðs er verulega frábrugðin því sem almennt gerist í slíkum skiptum og megintilgangur virðist vera að sniðganga takmarkanir á lögum þessum getur Seðlabankinn synjað staðfestingar.
Beiðni um staðfestingu og gögn skulu berast rafrænt til Seðlabanka Íslands á netfangið ge.offshore@sedlabanki.is. Um efni beiðni um staðfestingu er fjallað í 2. gr. reglna nr. 425/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.
Úttektarheimild einstaklinga
Að fenginni staðfestingu Seðlabankans er einstaklingum heimilt að taka út allt að kr. 100.000.000 á almanaksári, hafi aflandskrónueign verið í samfelldri eigu viðkomandi frá 28. nóvember 2008.