Aflandskrónur

Meginmarkmið laga nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem eru háðar sérstökum takmörkunum var að aðgreina aflandskrónueignir tryggilega svo að mögulegt yrði að stíga næstu skref í losun fjármagnshafta og koma á frjálsum milliríkjaviðskiptum með krónur á ný án þess að fjármálastöðugleika eða stöðugleika í gengis- og peningamálum væri ógnað.

Frá setningu fjármagnshafta hafa aflandskrónueignir líkt og aðrar krónueignir verið háðar takmörkunum laga og reglna um gjaldeyrismál. Með lögunum var lögfest aðgreining þeirra sérstaklega til að greiða fyrir almennri losun fjármagnshafta í samræmi við þriggja skrefa nálgun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en um leið að rýmka fjárfestingar- og úttektarheimildir aflandskrónueigenda.