logo-for-printing

Innlausn og innköllun seðla

 

Innlausn skemmdra seðla

Seðlabankinn innleysir skemmda seðla með þeim hætti, að sjáist bæði númer seðils, greiðist hann að fullu, en sjáist aðeins annað númerið, greiðist einungis hálft verð hans, enda fylgi a.m.k. fjórðungur seðils í einu lagi. Seðlar, sem svo eru skemmdir, að hvorugt númera sjáist, eru ekki innleystir.

Bankinn innleysir slegna peninga, þótt slitnir séu eða skemmdir og áletranir á þeim máðar, ef verðgildi er örugglega læsilegt.

Innköllun seðla

Þrjár seðlafjárhæðir, þ.e. 10, 50 og 100 króna seðlar hafa verið innkallaðir. Þeir voru fyrst settir í umferð árið 1981. Hægt var að innleysa seðlana í bönkum og sparisjóðum til 1. júní 2007, en eftir það innleysir Seðlabanki Íslands þá í ekki skemmri tíma en 12 mánuði.

Lög um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968 og Reglugerð nr. 1125/2005 um innköllun seðla má finna hér: Lög og reglur.

 

Sýna allt