Greiðsluráð
Greiðsluráð er samráðsvettvangur stjórnvalda, markaðsaðila og annarra haghafa um málefni greiðslumiðlunar og fjármálainnviða í víðum skilningi. Markmið ráðsins er að stuðla að viðeigandi undirbyggingu stefnumótunar í málaflokknum hér á landi með sjónarmið um öryggi, virkni og hagkvæmni að leiðarljósi. Seðlabankinn annast undirbúning funda og seðlabankastjóri stýrir fundunum.
Hér á síðunni verður birt efni tengt greiðsluráði. Ráðið var stofnað með ákvörðun seðlabankastjóra 14. febrúar 2019 og fulltrúar eftirtalinna aðila sóttu fyrsta fund ráðsins 23. apríl 2019: Fjármálaeftirlits, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Neytendastofu, Neytendasamtakanna, Reiknistofu bankanna hf., Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Viðskiptaráðs Íslands.
Sjá hér efni er varðar greiðsluráð:
Ákvörðun seðlabankastjóra um stofnun greiðsluráðs frá 14. febrúar 2019
Dagskrá fyrsta fundar greiðsluráðs 23. apríl 2019
Fastir fulltrúar á fundum greiðsluráðs
Fundargerð greiðsluráðs 23. apríl 2019
Kynningarefni á fyrsta fundi: Íslensk smágreiðslumiðlun. Áhrifaþættir - nýr veruleiki
Kynningarefni á fyrsta fundi: Tillaga um viðfangsefni til nánari skoðunar