logo-for-printing

Fjárstreymistæki

Með setningu bráðabirgðaákvæðis III við lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. lög nr. 42/2016 um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, var Seðlabanka Íslands veitt heimild til að setja reglur, að fengnu samþykki ráðherra, sem kveða á um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris í tengslum við nánar afmörkuð tilvik. Tilgangur lagasetningarinnar var að veita Seðlabanka Íslands nýtt stjórntæki, svokallað fjárstreymistæki, til að tempra fjármagnsinnstreymi til landsins og hafa áhrif á samsetningu þess. 

Tækinu er ætlað að draga úr áhættu sem getur fylgt óhóflegu fjármagnsinnstreymi, styðja með því við innlenda hagstjórn og stuðla að þjóðhagslegum og fjármálalegum stöðugleika. Seðlabanki Íslands hefur, með samþykki ráðherra, sett reglur nr. 223/2019, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, sem tóku gildi 6. mars 2019 og felldu úr gildi eldri reglur sama efnis nr. 490/2016, sem tóku gildi 4. júní 2016. Í reglunum er kveðið á um framkvæmd bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, þar á meðal um bindingargrunn, bindingartíma, bindingarhlutfall, uppgjörsmynt bindingar og vexti á fjárstreymisreikningum innlánsstofnana hjá Seðlabanka Íslands og innstæðubréfum Seðlabankans. Bindingargrunnurinn er nýtt innstreymi erlends gjaldeyris í tengslum við tiltekna fjármuni, einkum nýfjárfestingu í rafrænt skráðum skuldabréfum og víxlum, og innstæður. Auk þess getur nýtt innstreymi í tengslum við lánveitingar, sem nýttar eru til fjárfestingar í fyrrgreindum fjármunum, myndað bindingargrunn. Í reglunum er einnig kveðið á um að vextir á fjárstreymisreikningum innlánsstofnana hjá Seðlabanka Íslands og innstæðubréfum Seðlabankans vegna nýs innstreymis séu 0% og uppgjörsmynt bindingar sé íslenskar krónur.

Lögin gera ráð fyrir að bindingartími geti orðið allt að fimm ár og hlutfallið 75%, en samkvæmt reglunum er bindingartími eitt ár og hlutfallið 0%. Hér er að finna reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris.

Neðangreindar upplýsingar geta tekið breytingum í samræmi við breytingar á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra. 

 

Sýna allt

 • Bindingarskylda

 • Framkvæmd bindingarskyldu

 • Hvað er HB24 og fjárstreymisreikningur?

 • Endurhverf viðskipti með innstæðubréf

 • Hvernig er bindingarfjárhæð reiknuð út?

 • Hversu langur er bindingartíminn?

 • Hvað er nýtt innstreymi skv. reglum nr. 223/2019?

 • Er innstæða á HB24 undanþegin sk. bankaskatti?

 • Er innstæða á HB24 undanþegin hinni hefðbundnu bindiskyldu?

 • Hver er uppgjörsmynt bindingarfjárhæðar og samsvarandi fjárhæðar á fjárstreymisreikningum?

 • Hvaða heimildir hafa eigendur bindingarfjárhæðar til að ráðstafa bindingarfjárhæð að loknum 12 mánaða binditíma?

 • Hvernig er tilkynningarskyldu nýs innstreymis háttað?

 • Hvert á að tilkynna til Seðlabanka um ráðstafanir nýs innstreymis?