logo-for-printing

Aflandskrónur

Frá setningu fjármagnshafta hafa aflandskrónueignir líkt og aðrar krónueignir verið háðar takmörkunum laga og reglna um gjaldeyrismál. Meginmarkmið laga nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem eru háðar sérstökum takmörkunum var að aðgreina aflandskrónueignir tryggilega svo að mögulegt yrði að stíga næstu skref í losun fjármagnshafta og koma á frjálsum milliríkjaviðskiptum með krónur á ný án þess að fjármálastöðugleika eða stöðugleika í gengis- og peningamálum væri ógnað. Þegar lög nr. 37/2016 tóku gildi var fyrirséð að þær takmarkanir sem lögin kváðu á um yrðu tímabundnar ráðstafanir og að stjórnvöld myndu aftur beina sjónum að losun fjármagnshafta á aflandskrónueignum þegar betra jafnvægi kæmist á eignasöfn innlendra aðila.

Með lögum nr. 14/2019, sem tóku gildi 5. mars 2019, voru gerðar breytingar á lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Markmið breytinganna var að rýmka heimildir aflandskrónueigenda til úttekta af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum án þess að það græfi undan virkni bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi. Breytingarnar fólu í sér auknar heimildir til úttekta af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum þannig að öllum aflandskrónueigendum var gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar.

 

Gildissvið

Sýna allt

  • Hvað eru aflandskrónueignir?

  • Undanþágur frá gildissviði

  • Veiting undanþága frá lögum nr. 37/2016

 

Ráðstöfunar- og úttektarheimildir

Sýna allt

  • Heimildir til úttektar vegna aflandskrónulosunar

  • Fjárfestingarlisti

  • Millifærsla á milli reikninga

  • Úttekt á vöxtum, verðbótum vaxta og arði

  • Úttektarheimild einstaklinga