logo-for-printing

Yfirsýn

Seðlabanki Íslands beinir fyrst og fremst sjónum að hinu þjóðhagslega umhverfi fjármálakerfisins og að fjármálakerfinu í heild, styrk þess og veikleikum. Markmið yfirsýnar með kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum af hálfu Seðlabankans eru að stuðla að öryggi, virkni og hagkvæmni kjarnainnviða íslensks fjármálakerfis, og þar með fjármálastöðugleika.

Í yfirsýnarhlutverki Seðlabankans gagnvart kerfislega mikilvægum innviðum felst einkum eftirfarandi:

  • Fylgst er með þróun, virkni og rekstraröryggi slíkra innviða með söfnun upplýsinga og samskiptum við kerfisstjóra, sem lagalega ábyrgð bera á rekstri innviða sinna, s.s. um frávik/uppákomur.
  • Reglubundið skal mat lagt á öryggi og virkni einstakra kerfislega mikilvægra innviða á grundvelli alþjóðlega viðurkenndra tilmæla um bestu framkvæmd, þ.e. Kjarnareglna CPMI/BIS og IOSCO (e. Principles for Financial Market Infrastructures, PFMI). Kjarnareglunum skal beitt með samræmdum hætti gagnvart ólíkum kerfislega mikilvægum innviðum.
  • Tillögugerð um breytingar á innviðum og umgjörð þeirra (þ.m.t. regluverki), ef ástæða þykir til.

Árlega fjallar Seðlabankinn um kerfislega mikilvæga fjármálainnviði í riti sínu Fjármálainnviðir. Gerð er grein fyrir ofangreindum þáttum eftir því sem við kann að eiga. Seðlabankinn endurmetur reglulega hvaða fjármálainnviðir teljast skulu kerfislega mikilvægir, á grundvelli framangreindra viðmiða. En eitt af verkefnum fjármálastöðugleikaráðs skv. lögum nr. 66/2014 er að staðfesta skilgreiningar á kerfislega mikilvægum innviðum sem eru þess eðlis að geta haft áhrif á fjármálastöðugleika. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið eiga lögum samkvæmt með sér samstarf m.t.t. fjármálastöðugleika og mögulegrar kerfisáhættu, þ.á m. á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar (sjá 35. gr. laga nr. 36/2001, 15. gr. laga nr. 87/1998 og gildandi samstarfssamning stofnananna. Stofnanirnar hafa t.d. átt samstarf um framkvæmd úttektar á uppgjörskerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. andspænis alþjóðlegum tilmælum um öryggi verðbréfauppgjörs.)

 

Sýna allt

  • Hvað er átt við með hugtakinu fjármálainnviðir?

  • Hvað er átt við með hugtakinu kerfislega mikilvægir?

  • Kerfislega mikilvægir fjármálainnviðir á Íslandi

  • PFMI-kjarnareglurnar