logo-for-printing

Seðlar og mynt í umferð

Skipting seðla og myntar eftir stærðum í lok desember 2018

 

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um skiptingu seðla og myntar í umferð utan Seðlabanka Íslands. Samtalan er hluti af skuldahlið efnahagsreiknings Seðlabankans.

Í flestum tilfellum þegar talað er um peninga í umferð er átt við reiðufé utan Seðlabanka og innlánsstofnana. Munurinn á þeirri tölu og samtölu töflunnar er svokallaður nætursjóður innlánsstofnana. Nætursjóðurinn samanstendur af þeim seðlum og myntum sem eru á eignahlið efnahagsreiknings innlánsstofnana í lok viðskiptadags. Hluti þessa reiðufjár er í útibúum banka og sparisjóða og afgangurinn er í hraðbönkum þeirra.

Seðlastærð Í umferð utan SÍ í lok desember 2018 %
10.000 kr. 38.892.500.000 56,6

5.000 kr.

21.593.500.000

31,4

2.000 kr.

216.000.000

0,3

1.000 kr.

6.333.500.000

9,2

500 kr.

1.704.500.000

2,5

        Samtals

68.740.000.000

100,0

Myntstærð Í umferð utan SÍ í lok desember 2018
%

100 kr.

2.521.200.000

62,5

50 kr.

679.790.000

16,9

10 kr.

584.190.000

14,5

5 kr.

128.359.000

3,2

1 kr.

119.599.000

3,0

Samtals

4.033.138.000

100,0

     
Alls í umferð  72.773.138.000  

 

Hér að neðan er mynd sem sýnir þróun seðla og myntar í umferð utan Seðlabanka og innlánsstofnana í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Í nokkuð langan tíma var þetta hlutfall um 1%. Í kjölfar áfallsins sem íslenskir viðskiptabankar urðu fyrir í októbermánuði 2008 hækkaði hlutfallið og í lok árs 2017 var það um 2,4%.

Seðlar og mynt