logo-for-printing

Stórgreiðslukerfi

SG-kerfið var tekið í notkun 2001. Í kerfinu fer fram rauntímabrúttóuppgjör með íslenskar krónur (e. real-time gross settlement, RTGS). Það þýðir að greiðslufyrirmæli í íslenskum krónum eru bókuð samtímis á reikning greiðanda og móttakanda annars vegar og reikninga þeirra fjármálastofnana sem hlut eiga að máli hjá Seðlabanka Íslands hins vegar.

Greiðslufyrirmæli sem berast til SG-kerfisins eru af fernum toga:

 • Allar greiðslur að fjárhæð 10 milljónir króna eða hærri fjárhæð af reikningi viðskiptavinar hjá einum þátttakanda á reikning viðskiptavinar hjá öðrum þátttakanda. Seðlabankinn getur heimilað lægri fjárhæð.
 • Greiðsla í eigin nafni af reikningi eins þátttakanda í SÍ á reikning annars þátttakanda í SÍ án tillits til fjárhæðar.
 • Færslur vegna uppgjörs í jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar (félags í eigu SÍ) án tillits til fjárhæðar.
 • Færslur vegna uppgjörs í verðbréfauppgjörskerfi Verðbréfaskráningar Íslands án tillits til fjárhæðar.

SG-kerfið gegnir lykilhlutverki á íslenskum fjármálamarkaði. Í því eru t.a.m. gerð upp viðskipti Seðlabankans við innlánsstofnanir, m.a. sem liður í því að framfylgja peningastefnu bankans. Einnig eru gerð upp í því viðskipti á millibankamarkaði með krónur og millibankamarkaði með gjaldeyri. Þá fara um það færslur vegna uppgjörs í tveimur mikilvægum uppgjörskerfum, þ.e. verðbréfauppgjörskerfi Verðbréfaskráningar Íslands og JK-kerfinu. Aðild fjármálafyrirtækja að stórgreiðslukerfinu er forsenda fyrir starfshæfi þeirra á íslenskum fjármálamarkaði.

 

Sýna allt

 • Stjórnskipulag

 • Aðild að stórgreiðslukerfinu

 • Kerfisuppbygging

 • Þjónusta

 • Starfrækslutími

 • Gjaldskrá

 • Þátttakendur

 • Lög og reglugerðir varðandi greiðslumiðlun og stórgreiðslukerfi