logo-for-printing

PFMI-kjarnareglurnar

Markmiðið er að kerfislega mikilvæg greiðslu- og uppgjörskerfi standist bæði alþjóðlegar og innlendar kröfur. Þær helstu eru kjarnareglur BIS/IOSCO fyrir kerfislega mikilvæg greiðslukerfi, lög og tilskipanir Evrópusambandsins á sviði greiðslumiðlunar, auk íslenskra laga og reglna. Umrædd kerfi skulu vera gagnsæ, skilvirk og örugg og skal uppbygging kerfanna taka mið af því að þeim er ætlað að stuðla að fjármálastöðugleika. Í samræmi við erlendar fyrirmyndir hefur Seðlabanki Íslands mikilvægu hlutverki að gegna í að stuðla að þessu:

  • Mótun stefnu varðandi þróun kerfanna (e. policy-making role)
  • Setningu reglna fyrir kerfin (e. regulatory role)
  • Stuðning við markaðslausnir og frumkvæði á þessu sviði (e. catalyst role)
  • Rekstur stórgreiðslukerfisins sem og uppgjör í jöfnunarkerfinu og verðbréfauppgjörskerfinu (e. operational role)
  • Eftirlit með kerfunum í samræmi við alþjóðlega staðla (e. oversight role)

Samkvæmt ákvörðun seðlabankastjóra nr. 1242 frá 18. október 2013 skulu viðmið kjarnareglna BIS/IOSCO um kerfislega mikilvæga fjármálainnviði (e. Principles for Financial Market Infrastructures, PFMI) lögð til grundvallar starfsemi Seðlabankans bæði við yfirsýn og í rekstri á kerfislega mikilvægum íslenskum fjármálainnviðum.

Fylgni stórgreiðslukerfisins við sérhverja hinna 24 kjarnareglna kerfislegra mikilvægra fjármálainnviða (PFMI) er metin með vísan til eftirtaldra matsflokka:

  • Uppfyllt að öllu leyti (e. observed)
  • Uppfyllt að meginhluta (e. broadly observed)
  • Uppfyllt að hluta (e. partly observed)
  • Ekki uppfyllt (e. not observed)
  • Á ekki við (e. not applicable) 

PFMI-kjarnareglurnar

Nánari útfærslu á PFMI-kjarnareglunum má finna í leiðbeiningum um eflingu viðnámsþróttar fjármálainnviða gegn netárásum