Fjármálainnviðir

PeningaseðillSeðlabanka Íslands ber lögum samkvæmt að stuðla að traustu fjármálakerfi og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Einnig ber bankanum að sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfi eru mikilvægur þáttur fjármálakerfisins og því mikilvægt að tryggja virka og örugga starfsemi þeirra. Hlutverk Seðlabankans á sviði greiðslumiðlunar er margþætt og heyrir fyrst og síðast undir sviðið fjármálainnviðir, en önnur svið bankans koma einnig að greiðslumiðlun á ýmsa vegu. Undir fjármálainnviðum eru þrjú undirsvið; rekstur stórgreiðslukerfis, yfirsýn (e. oversight) með kerfislega mikilvægum innviðum og útgáfa reiðufjár.

Greiðsluveitan er sjálfstætt starfandi einkahlutafélag í eigu Seðlabanka Íslands. Tilgangur félagsins er að starfrækja greiðslumiðlunarkerfi fyrir banka og önnur fjármálafyrirtæki, þ.á., að viðhalda og tryggja öryggi og innviði greiðslumiðlunarkerfa. Sjá nánar á vef Greiðsluveitunnar.

Rekstur

Seðlabanki Íslands á og rekur eina stórgreiðslukerfið sem til er á Íslandi. Kerfið veitir greiðsluþjónustu á milli fjármálastofnana.

Nánar

Yfirsýn

Á sviði yfirsýnar er fylgst með þróun greiðslumiðlunar bæði hvað varðar tækninýjungar og lög og reglur á EES. Einnig er framkvæmt eftirlit með greiðslu- og uppgjörs-kerfum sem viðurkennd hafa verið sem kerfislega mikilvæg skv. lögum 90/1999.

Nánar

Seðlar og mynt

Útgáfa reiðufjár er þýðingarmikil þáttur í starfsemi Seðlabanka Íslands. Bankinn rækir þetta starf sitt m.a. með því að halda við reiðufé í umferð ásamt því að viðhalda gæðum og trúverðugleika þess.

Nánar

PFMI-kjarnareglurnar

Samkvæmt ákvörðun seðlabankastjóra nr. 1242 frá 18. október 2013 skulu viðmið kjarnareglna BIS/IOSCO um kerfislega mikilvæga fjármálainnviði (e. Principles for Financial Market Infrastructures, PFMI) lögð til grundvallar starfsemi Seðlabankans bæði við yfirsýn og í rekstri á kerfislega mikilvægum íslenskum fjármálainnviðum.

Nánar