Tölfræði og undanþáguferill

Gjaldeyriseftirlitið varð að sjálfstæðri einingu innan Seðlabankans á árinu 2009. Frá árinu 2010 hafa gjaldeyriseftirlitinu yfirleitt borist um 800 til 1000 beiðnir um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, á ári og hefur hlutfallið skipst nokkuð jafnt á milli einstaklinga og lögaðila. Þá hefur afgreiðsluhlutfallið verið um 75% til 100% á ári miðað við innsend erindi og eru yfirleitt rúmlega 300 mál í vinnslu hverju sinni.

Afgreiðslutími undanþágubeiðna er að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni má búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn er lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir þar sem mat Seðlabankans, sbr. 2. mgr.7. gr. laga um gjaldeyrismál, er unnið í samvinnu við önnur svið bankans. Seðlabankinn reynir ávallt að leita leiða við að stytta afgreiðslutímann.

Rétt er að vekja athygli á því að jafnræði er gætt í hvívetna og njóta sambærileg mál sömu málsmeðferðar og fá sömu niðurstöðu.

Tölfræðilegar upplýsingar um afgreiðslu beiðna um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál eru birtar í ársskýrslu Seðlabanka Íslands.

Árið 2009

Gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands bárust 390 undanþágubeiðnir frá þágildandi reglum um gjaldeyrismál á árinu 2009. Þar af voru 127 samþykktar, 27 hafnað og 94 afgreiddar með leiðbeiningum eða afturkallaðar þar sem ekki var þörf á undanþágu. Við lok ársins voru 88 undanþágubeiðnir enn óafgreiddar.

Árið 2010

Gjaldeyriseftirlitinu bárust 762 undanþágubeiðnir frá þágildandi reglum um gjaldeyrismál á árinu 2010. Þar af var 431 samþykkt, 178 hafnað, 28 hafnað að hluta og 83 afgreiddar með öðrum hætti, þær afturkallaðar eða afgreiddar með leiðbeiningum. Í lok ársins voru 42 beiðnir óafgreiddar.

Árið 2011

Gjaldeyriseftirlitinu bárust 971 beiðni um undanþágu frá lögum og reglum um gjaldeyrismál á árinu 2011. Á árinu var 946 beiðnum lokið, þar af 688 samþykktar, 112 hafnað, 23 samþykktar að hluta og 123 var lokið með öðrum hætti, þær afturkallaðar eða lokið með leiðbeiningum.

Árið 2012

Gjaldeyriseftirlitinu bárust 973 umsóknir um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál á árinu 2012. Á árinu lauk undanþágudeild afgreiðslu á 711 umsóknum, þar af voru 557 samþykktar, 15 samþykktar að hulta, 39 hafnað og 100 lokið með öðrum hætti, þær afturkallaðar eða lokið með leiðbeiningum.

Árið 2013

Gjaldeyriseftirlitinu bárust 883 umsóknir um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál á árinu 2013. Á árinu lauk undanþágudeild afgreiðslu 880 umsókna, þar af voru 526 samþykktar, 26 samþykktar að hluta, 86 hafnað og 242 lokið með öðrum hætti, þær afturkallaðar eða lokið með leiðbeiningum.

Árið 2014 

Gjaldeyriseftirlitinu bárust 1044 umsóknir um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál á árinu 2014. Á árinu lauk undanþágudeild afgreiðslu 922 umsókna, þar af voru 617 samþykktar, 41 samþykkt að hluta, 95 hafnað og 169 lokið með öðrum hætti, þær afturkallaðar eða lokið með leiðbeiningum.

Árið 2015

Gjaldeyriseftirlitinu bárust 1080 umsóknir um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál á árinu 2015. Á árinu lauk undanþágudeild afgreiðslu 1040 umsókna, þar af voru 741 samþykktar, 23 samþykkt að hluta, 93 hafnað og 183 lokið með öðrum hætti, þær afturkallaðar eða lokið með leiðbeiningum.

 

Undanþáguferli