logo-for-printing

Sérrit 3

Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi


Út er komið Sérrit Seðlabanka Íslands, hið þriðja í röðinni. Það ber heitið Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi og er eftir Bjarna Braga Jónsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. Bjarni Bragi hefur lengi verið í hópi ötulustu hagfræðinga þessa lands, og fjallar efni ritsins um eitt af helstu hugðarefnum hans. Í formála bankastjórnar segir að ritið byggi á ítarlegum rannsóknum höfundar og beri gott vitni um yfirgripsmikla þekkingu og fræðilega vandvirkni hans. Þá segir að megin tilgangur ritverksins sé að koma á framfæri og til varanlegrar varðveislu sögulegu yfirliti um reynsluna af verðtryggingu lánsfjármagns á Íslandi og þeirri vaxtastefnu sem henni var samofin.

Kafli 1. Almennt yfirlit um verðtryggingu lánsfjár og vaxtastefnu á Íslandi

Kafli 2. Löggjöf og aðrar réttarheimildir um verðtryggingu og vexti

Kafli 3. Lánskjaravísitalan, gerð hennar, samsetning og eiginleikar

Kafli 4. Tímaskilmálar, skiptikjör og verðtryggingarmisvægi

Kafli 5. Gildissvið verðtryggingar lánsfjármagns

Kafli 6. Vaxtaþróun með verðtryggingu lánsfjármagns

Kafli 7. Þróun lánsfjármarkaðar á tímabili verðtryggingar