logo-for-printing

21. febrúar 2017Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Erindi aðalhagfræðings um stöðu efnahagsmála og peningastefnuna

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag fyrirlestur í Rótarýklúbbi Kópavogs um stöðu efnahagsmála og peningastefnuna. Í fyrirlestrinum fór Þórarinn yfir þróun efnahagsmála hér á landi á undanförnum árum og greindi frá þeim árangri sem náðst hefði í stjórn peningamála. Þá fjallaði Þórarinn um þær breytingar sem orðið hefðu á ramma peningastefnunnar og viðhorf í þeim efnum.

Nánar