logo-for-printing

13. júní 2016

Breyting á útboðsskilmálum vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri, birt 13. júní 2016

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur breytt útboðsskilmálum vegna kaupa bankans á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri, en útboðið sem auglýst var 25. maí sl. fer fram 16. júní 2016.

Breyting er gerð á orðalagi 4. gr. skilmálanna til að árétta að samsetning magntilboða og gildra verðtilboða komi til með að mynda lægsta mögulega kaupverð á krónum í skiptum fyrir evrur í útboðinu. Enn fremur er 5. gr. útboðsskilmálanna breytt til samræmis við breytingar á 4. gr. ásamt því að ekki er lengur gerður áskilnaður í 5. gr. um að tilboðum undir 190. kr. pr. evru verði hafnað að fullu.

Aðrar efnislegar breytingar hafa ekki verið gerðar á útboðsskilmálunum.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569-9600.

Fylgiskjöl:

Útboðsskilmálar vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir evrur, eins og þeim var breytt 13. júní 2016.pdf

Sjá áður birtar upplýsingar um úboðið hér.

 

Frétt nr. 15/2016
13. júní 2016

Til baka