logo-for-printing

15. apríl 2016

Ungt fólk kynnir sér starfsemi Seðlabanka Íslands

Nemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð komu í heimsókn í Seðlabankann

Heimsóknir skólahópa og starfsmannahópa í Seðlabankann eru tíðar. Hóparnir fá stutta kynningu á starfsemi bankans og fá jafnframt stutta kynningu á húsnæði og aðstöðu. Í vikunni komu tveir hópar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og var heimsóknin liður í námi þeirra í hagfræði. Með þeim í för var Jón Ragnar Ragnarsson kennari þeirra og var meðfylgjandi mynd tekin af fyrri hópnum.

Í heimsóknum af þessu tagi er farið stuttlega yfir helstu verkefni bankans, svo sem varðandi verðbólgumarkmið og peningastefnu, fjármálastöðugleika, greiðslukerfi (m.a. seðla og mynt) og gjaldeyrisforða, þjónustu við ríkissjóð á borð við lánamál ríkisins, gjaldeyriseftirlit og fleiri verkefni. 

Til baka