logo-for-printing

02. desember 2015

Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok þriðja ársfjórðungs 2015

Bygging Seðlabanka Íslands

Hrein erlend staða við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2015 var neikvæð um 7.495 ma.kr. eða 348% af landsframleiðslu. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð var staðan aftur á móti jákvæð um tæplega 22 ma.kr. eða 1% af landsframleiðslu. Áhrif slita innlánsstofnana í slitameðferð, miðað við stöðu á fjórðungnum og bókfært virði eigna, á hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins eru reiknuð neikvæð sem nemur 781 ma.kr. eða um 36% af áætlaðri vergri landsframleiðslu.

Undirliggjandi erlend staða er því metin neikvæð um 760 ma.kr. eða 35,2% af áætlaðri vergri landsframleiðslu í lok þriðja ársfjórðungs 2015.

Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok þriðja ársfjórðungs 2015
Til baka