logo-for-printing

08. desember 2014

Málstofa um hvað ræður því hvaða áhrif konur hafa á fjármálaákvarðanir heimilisins

Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, fimmtudaginn 18. desember klukkan 15:00.

Rannsóknin beinist að því að mæla áhrif ákvarðanavalds einstaklinga í hjónabandi á fjármál heimila. Einstæðir karlar taka meiri áhættu í fjármálum en einstæðar konur. Til að greina áhrif ákvarðanavalds á fjármálalegar ákvarðanir gagnkynhneigðra hjóna er búinn til mælikvarði á ákvarðanavald sem sýnir mikilvægi þess hvort kynið ræður meiru fyrir fjármál heimila. Niðurstaðan er sú að eftir því sem áhrif eiginkvenna vaxa minnkar hlutabréfaeign og hlutdeild áhættusamra eigna í eignasafni. Við rannsóknina er m.a. notað gagnasett með sundurliðuðum upplýsingum um auð allra sænskra heimila á sjö ára tímabili.

Frummælandi er Arna Varðardóttir en á málstofunni mun hún fjalla um efni ritgerðar eftir hana og Thomas Thörnqvist. Þessi ritgerð er hluti af doktorsverkefni þeirra.

Ritgerðina má nálgast hér: Bargaining over risk 

Til baka