logo-for-printing

12. mars 2014

Alþjóðleg vika fjármálalæsis - kynning á myntsafni Seðlabankans

Gestir á myntsafni Seðlabankans
Nú stendur yfir alþjóðleg vika fjármálalæsis og af því tilefni býður Seðlabanki Íslands upp á sérstaka kynningu á myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns en hluti þess er til sýnis í húsi Seðlabankans við Kalkofnsveg 1 í Reykjavík.
Sýningin er almennt opin frá klukkan 13:30 til 15:30 en í dag og á morgun frá klukkan 14:00 til 16:00 mun Anton Holt, safnvörður í Seðlabankanum, veita gestum leiðsögn um safnið.

Sjá nánari upplýsingar um alþjóðlega fjármálalæsisviku meðal annars hér.

Til baka