logo-for-printing

14. janúar 2014

Innlendur gjaldeyrismarkaður og gjaldeyrisforði 2013

Bygging Seðlabanka Íslands
Seðlabankinn mun framvegis, í upphafi hvers árs, gera grein fyrir þróun á gjaldeyrismarkaði og breytingum á gjaldeyrisforða á nýliðnu ári. Eftir tímabil verulegrar gengislækkunar síðustu mánuði ársins 2012 ákvað Seðlabankinn snemma árs 2013 að gera hlé á reglulegum gjaldeyriskaupum og styrktist krónan talsvert í kjölfarið. 

Hinn 15. maí 2013 mótaði peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands síðan stefnu um virkari inngrip bankans á gjaldeyrismarkaði, sem dró úr daglegu flökti og sveiflum í gengi íslensku krónunnar það sem eftir var ársins. Gengi krónunnar styrktist um nær 11% á árinu miðað við vísitölu meðalgengis. Á árinu námu hrein gjaldeyriskaup bankans 9 milljónum evra eða jafnvirði rúmlega einum milljarði króna.  Framvirkir gjaldeyrissamningar, sem gerðir voru í árslok 2010 í því skyni að draga úr gjaldeyrismisvægi í bankakerfinu, voru gerðir upp að hluta og styrkti það erlenda gjaldeyrisstöðu Seðlabankans um rúma 29 ma.kr. Þá voru gerðir gjaldeyrissamningar á árinu sem fólu í sér gjaldeyrisútflæði að fjárhæð 6 ma.kr.
Til baka