logo-for-printing

11. mars 2013

Málstofa um langtímasamband fjárfestingar og atvinnuleysis á morgun, þriðjudaginn 12. mars

Jósef Sigurðsson, hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði, mun fjalla um efnið út frá nýrri rannsóknarritgerð sem Seðlabankinn hefur birt (sjá Working papers).

Ágrip: Hagrannsóknir sýna að stöðugt og sterkt langtímasamband er á milli fjárfestingar og atvinnuleysis, þ.e. að lækkun atvinnuleysis fer saman við aukna fjárfestingu. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á þetta samband í fræðilegu samhengi. Byggt er líkan af vinnumarkaði þar sem tregða er í leit og pörun atvinnulausra við laus störf og því atvinnuleysi í jafnvægislausn líkansins. Í líkaninu ráða fyrirtæki til sín starfskrafta í tvennum tilgangi: til framleiðslu á neysluvörum annars vegar og til framleiðslu á vélum og tækjum hins vegar. Niðurstöður sýna að í líkaninu leiðir örari tækniþróun í framleiðslu á vélum og tækjum til tilfærslu starfsmanna milli atvinnugreina, aukinnar atvinnu í framleiðslu á vélum og tækjum, aukinnar fjármunamyndunar og lækkunar atvinnuleysis í jafnstöðu. Í líkaninu myndast því neikvætt langtímasamband á milli fjárfestingar og atvinnuleysis líkt og hagrannsóknir hafa varpað ljósi á.
Til baka