logo-for-printing

17. september 2012

Sérrit nr. 7: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum

Seðlabanki Íslands hefur gefið út ritið Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, sem er númer 7 í röð Sérrita sem Seðlabankinn hefur gefið út. Í ritinu er fjallað ítarlega um ýmsa þætti sem hafa þarf í huga þegar lagt er mat á heppilegasta fyrirkomulag þessara mála á Íslandi.

Í ritinu eru 25 kaflar auk formála ritstjóra og útdrátts úr meginköflum. Fyrsti kaflinn er inngangur seðlabankastjóra um stefnuna í gjaldmiðils- og gengismálum. Ritið er alls 622 blaðsíður.

Ritið er aðgengilegt í heild, auk einstakra kafla þess á vef Seðlabanka Íslands: Sérrit nr. 7: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum

 

Nr. 35/2012
17. september 2012

Til baka