logo-for-printing

01. nóvember 2011

Eiríkur Guðnason

Eiríkur Guðnason fyrrverandi seðlabankastjóri andaðist í gær. Eiríkur átti allan sinn starfsferil í Seðlabanka Íslands, samtals um 40 ár. Hann hóf störf við hagfræðideild bankans árið 1969. Hann var forstöðumaður peningadeildar frá 1977 fram til 1984, þegar hann var ráðinn aðalhagfræðingur bankans. Eiríkur varð aðstoðarbankastjóri árið 1987 en var skipaður bankastjóri vorið 1994. Því starfi gegndi hann til ársins 2009. Auk þess gegndi Eiríkur margs konar trúnaðarstörfum á fjármálamarkaði og var m.a. formaður stjórnar Verðbréfaþings Íslands 1986-1999 og sat um árabil í stjórn Reiknistofu Bankanna. Eftir Eirík liggur fjöldi ritgerða um peningamál og fjármálakerfi. Framlag Eiríks til Seðlabanka Íslands var mikið, einkum á sviði hagskýrslugerðar og mótunar peningastefnu, svo og í notkun upplýsingatækni og nútímalegra vinnubragða. Hann lagði jafnframt drjúgan skerf til þróunar fjármálamarkaða á Íslandi.
Til baka