logo-for-printing

25. september 2011

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2011

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 23. september sl. og fundur fjárhagsnefndar sjóðsins fór fram 24. september.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra fylgdust einnig með fundunum og þeir ásamt seðlabankastjóra áttu margvíslega fundi um málefni Íslands með yfirstjórnendum og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá fluttu fjármálaráðherra og seðlabankastjóri erindi á ráðstefnu fjárfestingabankans JP Morgan í dag, sunnudaginn 25. september. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var flutt af Stefan Ingves seðlabankastjóra í Svíþjóð. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni seðlabankastjóri Danmerkur, Nils Bernstein. Ársfundarræða og yfirlýsing kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má nálgast hér að neðan.

Í ályktun fjárhagsnefndar AGS kemur fram að miklar blikur séu á lofti í alþjóðahagkerfinu sem nauðsynlegt sé að taka á af festu og það krefjist öflugra aðgerða af hálfu AGS og aðildarríkjanna.

Sjá nánar:

Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2011 (Communiqué of the Twenty-Fourth Meeting of the IMFC  - Collective Action for Global Recovery )

Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2011 (Stefan Ingves seðlabankastjóri í Svíþjóð)

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlandi og Eystrasaltsríkja 2011 (Nils Bernstein seðlabankastjóri í Danmörku)

 

Til baka