logo-for-printing

09. september 2011

Nýr framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands

Guðmundur Kr. Tómasson

Guðmundur Kr. Tómasson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabanka Íslands. Guðmundur hefur starfað á fjármálasviði SÍ frá ágúst 2005, sem forstöðumaður greiðslukerfa og sem staðgengill framkvæmdastjóra fjármálasviðs bankans. Hann hefur unnið að yfirsýn, þróun og aðlögun innlendra greiðslumiðlunarinnviða í samræmi við tilmæli Alþjóðagreiðslubankans og að undirbúningi og framkvæmd aðgerða af hálfu SÍ vegna fjármálaáfallsins hvað varðar greiðslumiðlun. Guðmundur starfaði á árunum 1998-2005 hjá Íslandsbanka sem aðstoðarmaður bankastjóra, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og lánastýringar. Þá var Guðmundur svæðisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki á árinum 1990-1998.

Við ákvörðun um ráðningu var litið til reynslu og þekkingar Guðmundar á sviði greiðslumiðlunar og greiðslukerfa auk víðtækrar stjórnunarreynslu.
Greiðslukerfi er nýtt svið innan SÍ. Hlutverk sviðsins er að stuðla að öryggi og skilvirkni þýðingarmikilla greiðslukerfa. Útgáfa og umsýsla seðla og myntar og rekstur fjárhirslna eru hluti af verkefnum sviðsins. Auk þess mun dótturfélag SÍ, Greiðsluveitan ehf., heyra undir sviðið.

 

Til baka